Innlent

Hálka um land allt

Á Suðurlandi er þoka á Hellisheiði og sumstaðar eru enn hálkublettir á útvegum. Flughált er á Grafningsvegi, samkvæmt Vegagerðinni.

Vegir eru að mestu auðir á Vesturlandi þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum. Hálka er á Holtavöðuheiði og snjóþekja á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er Þæfingsfærði er á Kleifarheiði og hálka og éljagangur á Hálfdáni. Snjóþekja og éljagangur á Steingrímsfjarðarheiði. Á öðrum leiðum er hálka eða hálkublettir, þó eru vegir auðir á Barðaströnd.

Hálka eða hálkublettir eru á Norðurlandi. Flughálka er á Lágheiði. Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir.

Á Suðausturlandi er mikið autt en þó eru hálkublettir frá Höfn vestur á Skeiðarársand.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×