Innlent

Átta nótaveiðiskip gulldepluveiðum

Átta nótaveiðiskip eru nú á gulldepluveiðum á Reykjaneshrygg, Álfsey, Birtingur, Hoffell, Huginn, Jóna Eðvalds, Jón Kjartansson og Júpiter. Skipin eru flest 60 til 70 sjómílur suðvestur af landinu og voru tvö þeirra að kasta á torfur í morgun, Álfsey og Jón Kjartansson.

Ragnar Eðvarðsson, stýrimaður á Jóni Kjartanssyni, segir að gulldepluveiðarnar bjargi lífinu hjá þeim, meðan ekki sé leyft að veiða loðnu. Þó hefur gulldepluveiðin verið treg síðustu sólarhringa, þannig fékk Jón Kjartansson 50-60 tonn í gær en mesta aflann í gær fengu skipverjarnir á Háfelli, yfir 200 tonn. Ragnar stýrimaður segir eitthvað lítið að hafa í augnablikinu, og skipin þurfi að leita víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×