Erlent

20 ár frá uppgjöf Sovétmanna í Afganistan

Rússar minntust þess í dag að 20 ár eru liðin frá því Sovétmenn drógu her sinn til baka frá Afganistan. Blómsveigar voru lagðir að minnismerki hins óþekkta hermanns í Moskvu og uppgjafarhermenn minntust látinna félaga.

Sovétríkin réðust inn í Afganistan árið 1979. Yfir 15 þúsund sovéskir hermenn létu lífið í átökunum sem stóðu í tíu ár. Innrásin vakti hörð viðbrögð á Vesturlöndum og varð meðal annars til þess að Bandaríkjamenn afboðuðu þátttöku á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×