Nýjar útfærslur breyta ekki afstöðu stjórnarandstöðu 10. ágúst 2009 06:00 Ekki tókst að ná þverpólitískri samstöðu um lausn á deilum vegna Icesave-samkomulagsins á fundi fulltrúa allra flokka í gær, eins og vonir höfðu staðið til. Til stóð að ljúka umræðum um málið í fjárlaganefnd í dag og hefja aðra umræðu á Alþingi á morgun, en fullljóst er talið að af því verði ekki. Fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd áttu óformlegan fund í gær þar sem rætt var um frumvarp stjórnvalda um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins. Þar lagði Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, fram nýjar tillögur að mögulegum fyrirvörum Alþingis við frumvarpið. Fundarmenn vildu í gær ekki upplýsa hvað kæmi fram í tillögunum, en heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða útfærslur á fyrirvörum sem hafi áður verið til umræðu. Þeir fyrirvarar snúast til dæmis um þróun efnahagsmála hér á landi næstu árin, greiðslugetu landsins og lagalega þætti. Engin samstaða náðist um tillögurnar í gær, en fyrir fundinn virtust fulltrúar stjórnarmeirihlutans fremur vongóðir um að málið væri að leysast. Fjárlaganefnd mun funda um málið í dag. „Ég er mjög efins um að við værum að gera rétt með því að sauma saman einhverja fyrirvara," segir Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í nefndinni. „Það væri hreinlegast að segja við Breta og Hollendinga að það sé ekki meirihluti fyrir þessu á Alþingi, og senda nýja samninganefnd til að reyna að ná mannsæmandi samningi," segir Höskuldur. Þingmenn sem rætt var við í gær fullyrða að ekki sé þingmeirihluti fyrir því að samþykkja stjórnarfrumvarpið, hvort sem er með fyrirvörum eða óbreytt. „Ég hefði talið eðlilegast að Alþingi lýsti því yfir að sátt væri um að semja um Icesave, en ekki á þessum grunni," segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd. Hann segir að leita verði samninga á öðrum grunni en gert hafi verið. Enginn sé að útiloka fyrirfram að gera einhvers konar fyrirvara við þann samning sem gerður hafi verið og vinna út frá því. Vandi ríkisstjórnarinnar sé sá að ekki sé meirihluti fyrir þeirri lausn. Þór Saari, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í fjárlaganefnd, segist vonast til þess að sátt náist um fyrirvara við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Náist sátt um þá sé það Breta og Hollendinga að hafa frumkvæði að því að semja að nýju. Fyrirvararnir geri því vart annað en að styrkja samningsstöðu Íslands.- bj Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
Ekki tókst að ná þverpólitískri samstöðu um lausn á deilum vegna Icesave-samkomulagsins á fundi fulltrúa allra flokka í gær, eins og vonir höfðu staðið til. Til stóð að ljúka umræðum um málið í fjárlaganefnd í dag og hefja aðra umræðu á Alþingi á morgun, en fullljóst er talið að af því verði ekki. Fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd áttu óformlegan fund í gær þar sem rætt var um frumvarp stjórnvalda um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins. Þar lagði Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, fram nýjar tillögur að mögulegum fyrirvörum Alþingis við frumvarpið. Fundarmenn vildu í gær ekki upplýsa hvað kæmi fram í tillögunum, en heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða útfærslur á fyrirvörum sem hafi áður verið til umræðu. Þeir fyrirvarar snúast til dæmis um þróun efnahagsmála hér á landi næstu árin, greiðslugetu landsins og lagalega þætti. Engin samstaða náðist um tillögurnar í gær, en fyrir fundinn virtust fulltrúar stjórnarmeirihlutans fremur vongóðir um að málið væri að leysast. Fjárlaganefnd mun funda um málið í dag. „Ég er mjög efins um að við værum að gera rétt með því að sauma saman einhverja fyrirvara," segir Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í nefndinni. „Það væri hreinlegast að segja við Breta og Hollendinga að það sé ekki meirihluti fyrir þessu á Alþingi, og senda nýja samninganefnd til að reyna að ná mannsæmandi samningi," segir Höskuldur. Þingmenn sem rætt var við í gær fullyrða að ekki sé þingmeirihluti fyrir því að samþykkja stjórnarfrumvarpið, hvort sem er með fyrirvörum eða óbreytt. „Ég hefði talið eðlilegast að Alþingi lýsti því yfir að sátt væri um að semja um Icesave, en ekki á þessum grunni," segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd. Hann segir að leita verði samninga á öðrum grunni en gert hafi verið. Enginn sé að útiloka fyrirfram að gera einhvers konar fyrirvara við þann samning sem gerður hafi verið og vinna út frá því. Vandi ríkisstjórnarinnar sé sá að ekki sé meirihluti fyrir þeirri lausn. Þór Saari, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í fjárlaganefnd, segist vonast til þess að sátt náist um fyrirvara við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Náist sátt um þá sé það Breta og Hollendinga að hafa frumkvæði að því að semja að nýju. Fyrirvararnir geri því vart annað en að styrkja samningsstöðu Íslands.- bj
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira