Innlent

Skoðar hugsanleg undanskot

Saddam Hussein
Saddam Hussein

Ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates skilar á næstu vikum skýrslu um hugsanleg undanskot eigna og óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins, samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Glitnis.

Skilanefnd Glitnis réð Kroll seint í maí og stóð upphaflega til að skila skýrslunni í byrjun hausts.

Kroll sérhæfir sig í fjármálabrotum og leit að eignum, sem komið hefur verið undan. Það hefur þefað uppi ýmsar eignir, svo sem þær sem Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, og Imelda Marcos, ekkja Ferdinands Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, komu undan áður en þeim var steypt af valdastóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×