Innlent

Frelsi fjölmiðla: Ísland fellur úr fyrsta sæti í það níunda

MYND/Páll

Ísland er í níunda sæti þegar kemur að frelsi fjölmiðla í heiminum. Fjölmiðlasamtökin Reporters without borders birtu í gær árlegan lista sinn yfir frelsi fjölmiðla og tróna fimm þjóðir saman á toppnum, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Írland. Eistland er í sjötta sæti, Holland í því sjöunda og í áttunda sæti eru Svisslendingar.

Ísland vermir níunda sætið en á sama lista í fyrra var Ísland í fyrsta sæti. 175 lönd eru á lista samtakanna og neðstu sætin verma Túrkmenistan, Norður-Kórea og Eritrea. Ekki kemur fram í skýrslu samtakanna hvað veldur því að Ísland færist neðar á listann.

Hér má sjá listann í heild sinni.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×