Stieg Larsson-myndin of dýr fyrir Ísland 7. maí 2009 07:15 Larsson kostar of mikið Kvikmyndin Karlar sem hata konur verður ekki sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún er einfaldlega of dýr. „Þessir aðilar settu upp verð sem við höfum bara aldrei séð áður. Við gerðum meira að segja ráð fyrir því í okkar kostnaðaráætlun að myndin myndi ná hæstu hæðum í miðasölu og teygðum okkur eins langt og við gátum en það dugði einfaldlega ekki til,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hafa Ísleifur og félagar hans hjá Senu reynt að kaupa sýningarréttinn að kvikmyndinni Karlar sem hata konur. Hún er byggð á samnefndri glæpasögu sænska sakamálahöfundarins Stiegs Larsson sem slegið hefur í gegn hjá íslenskum lesendum. Bókin hefur setið í efstu sætum metsölulista Eymundsson. Ferlið hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig, dreifingaraðilinn Nordisk Film hefur ekki reynst sá liprasti í samningaviðræðum og nú hefur endanlega slitnað upp úr viðræðunum. Myndin sjálf hefur hlotið prýðilega dóma á hinum Norðurlöndunum en í bígerð eru tvær aðrar myndir sem byggðar eru á hinum bókum Stiegs Larsson. Þær munu að öllum líkindum ekki heldur rata í íslensk kvikmyndahús og aðdáendur Larsson verða því að bíða þar til myndirnar verða gjaldgengar í sjónvarp og treysta á hyggjuvit RÚV í þeim efnum. - fgg Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Þessir aðilar settu upp verð sem við höfum bara aldrei séð áður. Við gerðum meira að segja ráð fyrir því í okkar kostnaðaráætlun að myndin myndi ná hæstu hæðum í miðasölu og teygðum okkur eins langt og við gátum en það dugði einfaldlega ekki til,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hafa Ísleifur og félagar hans hjá Senu reynt að kaupa sýningarréttinn að kvikmyndinni Karlar sem hata konur. Hún er byggð á samnefndri glæpasögu sænska sakamálahöfundarins Stiegs Larsson sem slegið hefur í gegn hjá íslenskum lesendum. Bókin hefur setið í efstu sætum metsölulista Eymundsson. Ferlið hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig, dreifingaraðilinn Nordisk Film hefur ekki reynst sá liprasti í samningaviðræðum og nú hefur endanlega slitnað upp úr viðræðunum. Myndin sjálf hefur hlotið prýðilega dóma á hinum Norðurlöndunum en í bígerð eru tvær aðrar myndir sem byggðar eru á hinum bókum Stiegs Larsson. Þær munu að öllum líkindum ekki heldur rata í íslensk kvikmyndahús og aðdáendur Larsson verða því að bíða þar til myndirnar verða gjaldgengar í sjónvarp og treysta á hyggjuvit RÚV í þeim efnum. - fgg
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist