Lífið

Stieg Larsson-myndin of dýr fyrir Ísland

Larsson kostar of mikið Kvikmyndin Karlar sem hata konur verður ekki sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún er einfaldlega of dýr.
Larsson kostar of mikið Kvikmyndin Karlar sem hata konur verður ekki sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún er einfaldlega of dýr.

„Þessir aðilar settu upp verð sem við höfum bara aldrei séð áður. Við gerðum meira að segja ráð fyrir því í okkar kostnaðaráætlun að myndin myndi ná hæstu hæðum í miðasölu og teygðum okkur eins langt og við gátum en það dugði einfaldlega ekki til,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hafa Ísleifur og félagar hans hjá Senu reynt að kaupa sýningarréttinn að kvikmyndinni Karlar sem hata konur. Hún er byggð á samnefndri glæpasögu sænska sakamálahöfundarins Stiegs Larsson sem slegið hefur í gegn hjá íslenskum lesendum.

Bókin hefur setið í efstu sætum metsölulista Eymundsson. Ferlið hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig, dreifingaraðilinn Nordisk Film hefur ekki reynst sá liprasti í samningaviðræðum og nú hefur endanlega slitnað upp úr viðræðunum.

Myndin sjálf hefur hlotið prýðilega dóma á hinum Norðurlöndunum en í bígerð eru tvær aðrar myndir sem byggðar eru á hinum bókum Stiegs Larsson. Þær munu að öllum líkindum ekki heldur rata í íslensk kvikmyndahús og aðdáendur Larsson verða því að bíða þar til myndirnar verða gjaldgengar í sjónvarp og treysta á hyggjuvit RÚV í þeim efnum. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.