Innlent

Elsti lundinn falsaður?

Uppi er fótur og fit í Vestmannaeyjum vegna fréttar breska ríkisútvarpsins BBC í gær þess efnis að breskir fuglafræðingar hafi fundið elsta lunda í Evrópu á eyju við Skotlandsstrendur. Fuglinn sé 34 ára gamall. Samkvæmt heimildum Náttúrustofu Suðurlands er elsti lundi sem Óskar J. Sigurðsson vitavörður á Stórhöfða hefur merkt, að minnsta kosti 38 ára og virðast bresku náttúruvísindamennirnir hafa afskrifað hann til að koma sínum fugli í efsta sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×