Innlent

Bílþjófar í Hafnarfirði

Klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi urðu lögreglumenn í Hafnarfirði varir við stolna bifreið sem ekið var um götur bæjarins. Lögregla fór á eftir bílnum og skömmu síðar snarstoppaði bíllinn og ökumaður og farþegi þustu út og hurfu út í myrkrið.

Ein stúlka var eftir í bílnum og var hún færð á lögreglustöð þar sem foreldrar sóttu hana. Að sögn lögreglu er vitað hverjir voru að verki við bílþjófnaðinn og er þeirra nú leitað. Þá var brotist var inn í Breiðholtskirkju í gærkvöldi en á þessari stundu er ekki ljóst hvort einhverju hafi verið stolið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×