Jóhanna: Ásakanir framsóknarmanna fráleitar 10. október 2009 18:28 Framsóknarmenn saka forsætisráðherra um að reyna koma í veg fyrir að Íslendingar fái lán frá Norðmönnum framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fráleitar ásakanir segir forsætisráðherra. Framsóknarmenn funduðu í með norskum þingmönnum í vikunni til að kanna meðal annars áhuga Norðmanna á að veita Íslendingum lán framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Er talað um allt að 100 milljarða norskra króna eða sem nemur um 2200 milljörðum íslenskra króna. Oddvitar norska Miðflokksins, sem er einn af þremur stjórnarflokkum þar í landi og systurflokkur Framsóknarflokksins, hafa tekið vel í hugmyndir um slíkt lán. Verkamannaflokkurinn, flokkur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, er hins vegar ekki eins áhugasamur. Jóhanna Sigurðardóttir sendi Stoltenberg bréf á mánudaginn og spurði hvort Íslendingum stæði slíkt lán til boða. Stoltenberg svaraði Jóhönnu á fimmtudag og sagði að svo væri ekki. Málið hefur þó ekki verið rætt innan norsku ríkisstjórnarinnar. Jóhanna segir að svar Stoltenbergs hafi verið afdráttarlaust. „Það kom fram að Norðmenn eru okkur velviljaðir en þeirra opinbera stefna er að lán til Íslendinga sé hluti af norræna lánapakkanum innan efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þeir vilja ekki fara út fyrir það," segir Jóhanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segir að allt líti út fyrir að svar Stoltenbergs hafi varið pantað. „Mér sýnist allt benda til þess enda var búið að upplýsa okkur um það að það hefði ekki annað borist frá Samfylkingunni en ítrekun um að það ætti að fylgja þeirri stefnu sem liggur fyrir. Aftur og aftur var það ítrekað við okkur að Verkamannaflokkurinn norski fylgdi eða tæki að minnsta kosti tillit til þess sem kæmi frá Samfylkingunni," segir Sigmundur. Samfylkingin vilji því ekki hverfa frá samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og sé tilbúinn að koma í veg fyrir að samstarfinu verði spillt með lánveitingum framhjá sjóðnum. Um þetta segir Jóhanna: „Þetta er fráleit fullyrðing og ég skil ekki hvernig þeim dettur það í hug að ég geti pantað niðurstöðu frá norska forsætisráðherranum. Alveg fráleitt. Auðvitað er það líka fráleitt að ég sé að beita mér gegn lánveitinum án skilyrða til okkar Íslendinga." Tengdar fréttir Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10. október 2009 10:43 Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist. 10. október 2009 12:47 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Framsóknarmenn saka forsætisráðherra um að reyna koma í veg fyrir að Íslendingar fái lán frá Norðmönnum framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fráleitar ásakanir segir forsætisráðherra. Framsóknarmenn funduðu í með norskum þingmönnum í vikunni til að kanna meðal annars áhuga Norðmanna á að veita Íslendingum lán framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Er talað um allt að 100 milljarða norskra króna eða sem nemur um 2200 milljörðum íslenskra króna. Oddvitar norska Miðflokksins, sem er einn af þremur stjórnarflokkum þar í landi og systurflokkur Framsóknarflokksins, hafa tekið vel í hugmyndir um slíkt lán. Verkamannaflokkurinn, flokkur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, er hins vegar ekki eins áhugasamur. Jóhanna Sigurðardóttir sendi Stoltenberg bréf á mánudaginn og spurði hvort Íslendingum stæði slíkt lán til boða. Stoltenberg svaraði Jóhönnu á fimmtudag og sagði að svo væri ekki. Málið hefur þó ekki verið rætt innan norsku ríkisstjórnarinnar. Jóhanna segir að svar Stoltenbergs hafi verið afdráttarlaust. „Það kom fram að Norðmenn eru okkur velviljaðir en þeirra opinbera stefna er að lán til Íslendinga sé hluti af norræna lánapakkanum innan efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þeir vilja ekki fara út fyrir það," segir Jóhanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segir að allt líti út fyrir að svar Stoltenbergs hafi varið pantað. „Mér sýnist allt benda til þess enda var búið að upplýsa okkur um það að það hefði ekki annað borist frá Samfylkingunni en ítrekun um að það ætti að fylgja þeirri stefnu sem liggur fyrir. Aftur og aftur var það ítrekað við okkur að Verkamannaflokkurinn norski fylgdi eða tæki að minnsta kosti tillit til þess sem kæmi frá Samfylkingunni," segir Sigmundur. Samfylkingin vilji því ekki hverfa frá samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og sé tilbúinn að koma í veg fyrir að samstarfinu verði spillt með lánveitingum framhjá sjóðnum. Um þetta segir Jóhanna: „Þetta er fráleit fullyrðing og ég skil ekki hvernig þeim dettur það í hug að ég geti pantað niðurstöðu frá norska forsætisráðherranum. Alveg fráleitt. Auðvitað er það líka fráleitt að ég sé að beita mér gegn lánveitinum án skilyrða til okkar Íslendinga."
Tengdar fréttir Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10. október 2009 10:43 Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist. 10. október 2009 12:47 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10. október 2009 10:43
Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist. 10. október 2009 12:47