Kærastinn með til Moskvu 28. apríl 2009 09:00 „Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg," segir Ólafur Ólafsson - kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. Þjóðinni brá í brún þegar kom í ljós að vegna sparnaðaraðgerða kæmist helsta fylgdarlið ekki með Eurovision-hópnum til Moskvu. Ekki einu sinni var gert ráð fyrir kærasta Jóhönnu Guðrúnar. En nú hefur ræst úr því sem betur fer. Ólafur fer út og það í boði föður síns, Ólafs Björnssonar forstjóra. Hann býður stráknum sínum og fara þeir feðgar út 10. maí, dvelja eina nótt á hóteli í Kaupmannahöfn og fara svo til Moskvu þar sem þeir verða í rúma viku. Jóhanna og hópurinn leggja hins vegar af stað 3. maí. „Við pabbi ákváðum að kíkja og förum á eigin vegum. Já, þetta verður skemmtilegt," segir Ólafur sem nú getur stutt við bakið á sinni heittelskuðu. „Já, já, ég mun gera það. Og spái henni tvímælalaust sigri í undanúrslitunum. Ég er viss um að hún kemst upp úr þeim. Hún hefur verið að fá svo góða dóma." Þeir feðgar verða ekki á sama hóteli og Jóhanna Guðrún heldur á Metrópól-hótelinu sem er í hjarta Moskvuborgar - fimm stjörnu hótelsem stendur andspænis Bolsoj-óperunni og aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kreml. Sögufrægt hótel og reglulegur gestur í rússneskum bókmenntum. Eurovision-hópurinn dvelst hins vegar í úthverfi í sparnaðarskyni; á hóteli sem heitir Cosmos. Það er fjögurra stjörnu hótel sem byggt var í tengslum við Ólympíuleikana árið 1980. Þetta þýðir að Ólafur gistir á umtalsvert betra hóteli en sjálf Eurovision-stjarnan, kærasta hans, Jóhanna Guðrún. Ólafur er á lokasprettinum með að ljúka stúdentsprófi og útskrifast eftir rúmt hálft ár frá Flensborg þar sem hann leggur stund á viðskiptafræði. Hann hyggst fara í sumarskóla og leggja stund á ensku til undirbúnings fyrir háskólanám þar sem Ólafur stefnir á viðskiptafræðina. Ólafur spilar á gítar auk þess sem hann stundar lyftingar sér til heilsubótar. Hann lætur sér fátt finnast um fjölmiðlafárið sem nú er um Jóhönnu Guðrúnu. Til dæmis var því var slegið upp í Monitor að Eurovision-stjarnan væri hrein mey. Þetta má sjá á síðu þar sem Jóhanna svaraði mjög nærgöngulum spurningum lesenda. „Já, ég held nú að það hafi verið talsverð kaldhæðni í því svari hennar. Alveg örugglega því hún er búin að vera í föstu sambandi í tvö ár," segir Ólafur sem hefur engar áhyggjur af því að kærastan klári sig ekki af spurningum fjölmiðlamanna úti í Moskvu. jakob@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira
„Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg," segir Ólafur Ólafsson - kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. Þjóðinni brá í brún þegar kom í ljós að vegna sparnaðaraðgerða kæmist helsta fylgdarlið ekki með Eurovision-hópnum til Moskvu. Ekki einu sinni var gert ráð fyrir kærasta Jóhönnu Guðrúnar. En nú hefur ræst úr því sem betur fer. Ólafur fer út og það í boði föður síns, Ólafs Björnssonar forstjóra. Hann býður stráknum sínum og fara þeir feðgar út 10. maí, dvelja eina nótt á hóteli í Kaupmannahöfn og fara svo til Moskvu þar sem þeir verða í rúma viku. Jóhanna og hópurinn leggja hins vegar af stað 3. maí. „Við pabbi ákváðum að kíkja og förum á eigin vegum. Já, þetta verður skemmtilegt," segir Ólafur sem nú getur stutt við bakið á sinni heittelskuðu. „Já, já, ég mun gera það. Og spái henni tvímælalaust sigri í undanúrslitunum. Ég er viss um að hún kemst upp úr þeim. Hún hefur verið að fá svo góða dóma." Þeir feðgar verða ekki á sama hóteli og Jóhanna Guðrún heldur á Metrópól-hótelinu sem er í hjarta Moskvuborgar - fimm stjörnu hótelsem stendur andspænis Bolsoj-óperunni og aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kreml. Sögufrægt hótel og reglulegur gestur í rússneskum bókmenntum. Eurovision-hópurinn dvelst hins vegar í úthverfi í sparnaðarskyni; á hóteli sem heitir Cosmos. Það er fjögurra stjörnu hótel sem byggt var í tengslum við Ólympíuleikana árið 1980. Þetta þýðir að Ólafur gistir á umtalsvert betra hóteli en sjálf Eurovision-stjarnan, kærasta hans, Jóhanna Guðrún. Ólafur er á lokasprettinum með að ljúka stúdentsprófi og útskrifast eftir rúmt hálft ár frá Flensborg þar sem hann leggur stund á viðskiptafræði. Hann hyggst fara í sumarskóla og leggja stund á ensku til undirbúnings fyrir háskólanám þar sem Ólafur stefnir á viðskiptafræðina. Ólafur spilar á gítar auk þess sem hann stundar lyftingar sér til heilsubótar. Hann lætur sér fátt finnast um fjölmiðlafárið sem nú er um Jóhönnu Guðrúnu. Til dæmis var því var slegið upp í Monitor að Eurovision-stjarnan væri hrein mey. Þetta má sjá á síðu þar sem Jóhanna svaraði mjög nærgöngulum spurningum lesenda. „Já, ég held nú að það hafi verið talsverð kaldhæðni í því svari hennar. Alveg örugglega því hún er búin að vera í föstu sambandi í tvö ár," segir Ólafur sem hefur engar áhyggjur af því að kærastan klári sig ekki af spurningum fjölmiðlamanna úti í Moskvu. jakob@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira