Lífið

Beyonce í efsta sætinu

Beyonce Knowles og Idris Elba leika aðalhlutverkin í Obsessed.
Beyonce Knowles og Idris Elba leika aðalhlutverkin í Obsessed.

Spennumyndin Obsessed með söngkonunni Beyonce Knowles hlaut mestu aðsóknina vestanhafs um síðustu helgi. Í henni leika þau Knowles og Idris Elba hjón sem lenda í miklum vandræðum þegar geðsjúk kona ofsækir eigin­manninn. Söguþræðinum svipar nokkuð til Fatal Attraction frá níunda áratugnum þegar Glenn Close ofsótti Michael Douglas á eftirminnilegan hátt.

Í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar var 17 Again með Zac Efron og Fighting lenti skammt undan í því þriðja. Í fjórða sætinu var The Soloist með Jamie Foxx í aðalhlutverki og heimildarmyndin Earth náði fimmta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.