Orkuskattur leggist ekki á nýfjárfestingu 27. október 2009 02:00 Gagnaver á miðnesheiði Unnið er að byggingu gagnavers Verne Holding á gamla varnarliðssvæðinu. Víða gætir ótta um að sérstakir orkuskattar fæli erlenda fjárfestingu frá landinu.fréttablaðið/gva Fyrirhugaðir orku-, umhverfis- og auðlindaskattar, sem samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga að skila ríkissjóði sextán milljörðum króna í tekjur á næsta ári, veikja samkeppnisstöðu Íslands og munu vega þungt í ákvörðunum útlendinga um fjárfestingar á Íslandi. Þetta segir Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofunnar, sem hefur það hlutverk að laða erlenda fjárfesta til landsins. Útflutningsráð og iðnaðarráðuneytið starfrækja Fjárfestingarstofuna. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir rætt um að veita nýfjárfestum skattalegt hagræði svo laða megi erlenda fjárfestingu til landsins. Slíkt hagræði gæti verið í gildi í nokkur ár. Í Morgunblaðinu í gær upplýsti Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, að erlend fyrirtæki sem hefðu undirbúið sjö ólík verkefni hér á landi, öll grundvölluð á orkunýtingu, hefðu sett áform sín í biðstöðu þegar þeim hefði orðið ljóst að í bígerð væri að leggja á sérstakan orkuskatt. Þórður H. Hilmarsson segir erlenda aðila ekkert ákveða um fjárfestingar hér fyrr en fyrir liggi hvernig fyrirhugaðri skattlagningu verði háttað. Ákvarðanaferlið sé jafnan viðkvæmt og breytingar á viðskiptaumhverfinu séu til baga. Spurður hvort „hófsamir“ skattar, eins og stjórnvöld hafa nefnt fyrirhugaða skattlagningu, fæli fjárfesta frá segist Þórður spyrja á móti hvað sé hófsamt. Auk þess sé ávallt hætt við að skattar sem þessir hækki. Tónninn hafi verið gefinn. Björn Valur Gíslason bendir á að tekjuskattur fyrirtækja á Íslandi sé lægri en almennt gerist annars staðar og muni þar talsverðu. Vel megi hugsa sér, og það sé raunar til skoðunar, að veita erlendum aðilum sem hyggi á nýfjárfestingar tímabundnar skattaívilnanir en ófært sé að fyrirtæki sem hér hafi starfað telji sig ekki fær um að taka þátt í endurreisn samfélagsins. „Stóriðjan, til dæmis, segist í einu orðinu vera samfélaginu mikilvæg og nánast ómissandi en í hinu orðinu segist hún ekki geta tekið þátt í að losa okkur út úr þessum vandræðum. Hótanir manna um að hér fari allt til fjandans ef þeir fá ekki sínu framgengt eru ekki boðlegar. Stóriðja, útgerð og aðrir ættu að koma að þessu borði frekar en að setja alltaf hnefann í það.“ bjorn@frettabladid.is Þórður H. Hilmarsson Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Fyrirhugaðir orku-, umhverfis- og auðlindaskattar, sem samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga að skila ríkissjóði sextán milljörðum króna í tekjur á næsta ári, veikja samkeppnisstöðu Íslands og munu vega þungt í ákvörðunum útlendinga um fjárfestingar á Íslandi. Þetta segir Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofunnar, sem hefur það hlutverk að laða erlenda fjárfesta til landsins. Útflutningsráð og iðnaðarráðuneytið starfrækja Fjárfestingarstofuna. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir rætt um að veita nýfjárfestum skattalegt hagræði svo laða megi erlenda fjárfestingu til landsins. Slíkt hagræði gæti verið í gildi í nokkur ár. Í Morgunblaðinu í gær upplýsti Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, að erlend fyrirtæki sem hefðu undirbúið sjö ólík verkefni hér á landi, öll grundvölluð á orkunýtingu, hefðu sett áform sín í biðstöðu þegar þeim hefði orðið ljóst að í bígerð væri að leggja á sérstakan orkuskatt. Þórður H. Hilmarsson segir erlenda aðila ekkert ákveða um fjárfestingar hér fyrr en fyrir liggi hvernig fyrirhugaðri skattlagningu verði háttað. Ákvarðanaferlið sé jafnan viðkvæmt og breytingar á viðskiptaumhverfinu séu til baga. Spurður hvort „hófsamir“ skattar, eins og stjórnvöld hafa nefnt fyrirhugaða skattlagningu, fæli fjárfesta frá segist Þórður spyrja á móti hvað sé hófsamt. Auk þess sé ávallt hætt við að skattar sem þessir hækki. Tónninn hafi verið gefinn. Björn Valur Gíslason bendir á að tekjuskattur fyrirtækja á Íslandi sé lægri en almennt gerist annars staðar og muni þar talsverðu. Vel megi hugsa sér, og það sé raunar til skoðunar, að veita erlendum aðilum sem hyggi á nýfjárfestingar tímabundnar skattaívilnanir en ófært sé að fyrirtæki sem hér hafi starfað telji sig ekki fær um að taka þátt í endurreisn samfélagsins. „Stóriðjan, til dæmis, segist í einu orðinu vera samfélaginu mikilvæg og nánast ómissandi en í hinu orðinu segist hún ekki geta tekið þátt í að losa okkur út úr þessum vandræðum. Hótanir manna um að hér fari allt til fjandans ef þeir fá ekki sínu framgengt eru ekki boðlegar. Stóriðja, útgerð og aðrir ættu að koma að þessu borði frekar en að setja alltaf hnefann í það.“ bjorn@frettabladid.is Þórður H. Hilmarsson
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira