Ísland beiti sér fyrir auknu lýðræði og gagnsæi innan ESB 27. október 2009 17:55 Mynd/Anton Brink „Hvað varðar stofnanir ESB, þá mun Ísland í norrænum anda vinna með þeim aðildarríkjum sem vilja auka lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi innan ESB. Við munum gefa mannréttindum og velferð allra sérstakan gaum, ekki síst þegar kemur að minnihlutahópum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í ræðu á 61. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag. Á þinginu var efnt til sérstakrar umræðu um hlutverk Norðurlanda í Evrópusamstarfinu, með þátttöku forsætisráðherra Norðurlanda. Þar sagði Jóhanna meðal annars: „Ísland vill verða ábyrgt aðildarríki ESB og hluti af liðsheildinni, svo notað sé líkingamál úr íþróttum. Um leið getur Ísland haft eigin áherslur og skapað eigið hlutverk. Auðvitað verður sjálfbær sjávarútvegur, endurnýjanlegir orkugjafar og norðlægur landbúnaður alltaf ofarlega í hugum Íslendinga og þetta eru málaflokkar sem falla vel að áherslum ESB í umhverfismálum og að aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum," sagði forsætisráðherra. Jóhanna sagði að Íslendingar muni standa vörð um árangur Íslands og Norðurlandanna í jafnréttismálum og leggja lið baráttu ESB fyrir auknu jafnrétti kynjanna. „Við viljum stuðla að auknu samstarfi smærri aðildarríkja um leið og mikilvægi samstöðu allra aðildarríkja er áréttað. Loks verður aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafi gefinn meiri gaumur með aðild Íslands og íslensk stjórnvöld verða ávallt reiðubúin til að standa vörð um hagsmuni þjóða í þeim heimshluta. Þótt Íslendingar gangi í ESB gleyma þeir ekki næstu nágrönnum og vinum enda deilum við í meginatriðum sömu lífskjörum." Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum Sjá meira
„Hvað varðar stofnanir ESB, þá mun Ísland í norrænum anda vinna með þeim aðildarríkjum sem vilja auka lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi innan ESB. Við munum gefa mannréttindum og velferð allra sérstakan gaum, ekki síst þegar kemur að minnihlutahópum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í ræðu á 61. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag. Á þinginu var efnt til sérstakrar umræðu um hlutverk Norðurlanda í Evrópusamstarfinu, með þátttöku forsætisráðherra Norðurlanda. Þar sagði Jóhanna meðal annars: „Ísland vill verða ábyrgt aðildarríki ESB og hluti af liðsheildinni, svo notað sé líkingamál úr íþróttum. Um leið getur Ísland haft eigin áherslur og skapað eigið hlutverk. Auðvitað verður sjálfbær sjávarútvegur, endurnýjanlegir orkugjafar og norðlægur landbúnaður alltaf ofarlega í hugum Íslendinga og þetta eru málaflokkar sem falla vel að áherslum ESB í umhverfismálum og að aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum," sagði forsætisráðherra. Jóhanna sagði að Íslendingar muni standa vörð um árangur Íslands og Norðurlandanna í jafnréttismálum og leggja lið baráttu ESB fyrir auknu jafnrétti kynjanna. „Við viljum stuðla að auknu samstarfi smærri aðildarríkja um leið og mikilvægi samstöðu allra aðildarríkja er áréttað. Loks verður aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafi gefinn meiri gaumur með aðild Íslands og íslensk stjórnvöld verða ávallt reiðubúin til að standa vörð um hagsmuni þjóða í þeim heimshluta. Þótt Íslendingar gangi í ESB gleyma þeir ekki næstu nágrönnum og vinum enda deilum við í meginatriðum sömu lífskjörum."
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum Sjá meira