Innlent

Skildi tæpt kíló af amfetamíni eftir á flugvélaklósetti

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir einstaklingi sem var handtekinn á Leifsstöð þann 23. október grunaður um að hafa reynt að smygla rúmlega 700 grömmum af amfetamíni inn til landsins.

Meinti smyglarinn var handtekinn við hefðbundið eftirlit. Á líkama hans fundust vísbendingar um að hann hefði límt eitthvað á líkama sinn. Tollgæslan leitaði því í flugvélinni sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Á klósettinu fundu þeir svo tæpt kíló af því sem er ætlað að vera amfetamín.

Hefur hinn grunaði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×