Lífið

Birna flytur ljóð á Rósenberg

Birna Þórðardóttir.
Birna Þórðardóttir.

„Ég performera ljóðin mín aðeins með aðstoð Gæðablóðanna því þá tekst mér það betur en ella því Gæðablóðin eru svo góð og skilja mig svo vel og tónlist og ljóð fara vel saman," svarar Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri Menningarfylgdar Birnu aðspurð um ljóðaflutning hennar sem fram fer á morgun, föstudag, klukkan 17:30 á Café Rósenberg á Klapparstígnum.

„Tjáningin getur runnið saman í eitt og það er mjög skemmtilegt," segir Birna.

Hún mun flytja ljóð úr nýútkominni ljóðbók sinni Birna þó ... við undirleik Gæðablóðspilta Tómasar Tómassonar og Magnúsar R. Einarssonar.

 

 

Aðgangur er ókeypis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.