Erlent

Neðansjávargos undan ströndum Tonga

Tonga.
Tonga.

Mikið og tignarlegt neðansjávareldgos er nú undan ströndum Tonga eyja á Kyrrahafi. Byggð á eyjunum er ekki talin í hættu.

Eldgosið hófst á mánudagsmorgun með því að gufumökkur reis upp frá haffletinum. Nú stendur gossúlan marga kílómetra í loft upp og er blanda af gufu reyk og gjósku.

Tonga er klasi 170 eyja sem eru hluti af því sem kallað er Eldhringur Kyrrahafsins. Vitað er um þrjátíu og sex neðansjávareldfjöll á þessu svæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×