Fótbolti

Podolski gaf Ballack vænan kinnhest (Myndband)

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér eru menn búnir að ganga á milli þeirra Lukas Podolski og Michael Ballack.
Hér eru menn búnir að ganga á milli þeirra Lukas Podolski og Michael Ballack. Mynd/AFP

Það sauð upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna þýska landsliðsins í 2-0 sigri liðsins á Wales í undankeppni HM í gær. Það er óhætt að segja að deilur þeirra Lukas Podolski og Michael Ballack hafi varpað skugga á góðan sigur.

„Hann er ungur leikmaður og á mikið eftir ólært. Ég vildi koma skilaboðum til hans en hann var ekki tilbúinn til að hlusta," sagði Ballack í viðtali við Bild.

Deilur þeirra Lukas Podolski og Michael Ballack enduðu á því að Podolski gaf Ballack kinnhest og enduðu ekki fyrr en varnarmennirnir Per Mertesacker og Philipp Lahm gengu í milli þeirra.

Liðstjóri þýska landsliðsins Oliver Bierhoff sagði að þýska sambandið myndi ekki refsa Podolski fyrir þetta og að landsliðsþjálfarinn Joachim Loew sé búinn að leysa málið á bak við tjöldin.

Michael Ballack skoraði fyrra mark Þýskalands í leiknum með laglegu langskoti en seinna markið var sjálfsmark.

Það má finna myndband af atvikinu á Youtube. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×