Innlent

Ritstjóri Morgunblaðsins á bíl frá Viðskiptablaðinu

Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins keyrir um á 2008 árgerð af Ford Explorer lúxusjeppa. Bíllinn er á rekstrarleigu en það er Myllusetur ehf. sem er umráðamaður bílsins samkvæmt bifreiðarskrá. Myllusetur er eigandi Viðskiptablaðsins sem Haraldur ritstýrði áður.

Myllusetur er alfarið í eigu Haraldar eftir því sem Vísir kemst næst.Vísir hefur reyndar gert ítrekaðar tilraunir í því að fá það staðfest frá Haraldi sem hefur hvorki svarað skilaboðum né ítrekuðum símtölum frá fréttamönnum Vísis.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr fyrirtækjaskrá er Myllusetur í 100% eigu Haraldar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×