Innlent

Ráðherrar vita ekki hver á að borga

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra ritar pistil í dag þar sem hann gerir umtalaðann umhverfis- orku og auðlindaskatt að umtalsefni.

Þar segir Guðlaugur að gert sé ráð fyrir 16 milljarða króna skatti sem enginn viti hver á að borga. Hann segir iðnaðarráðherra hafa reynt að róa landsmenn og telur síðan upp nokkrar fullyrðingar ráðherra.

Guðlaugur gefur lítið fyrir útskýringarráðherrans og segir að með öðrum orðum sé í fjárlagafrumvarpinu settur fram skattur sem nemi 16 milljörðum króna sem ráðherrarnir viti ekki hverjir eigi að borga. Hver veit það þá? spyr Guðlaugur og segir svo:

„Þetta er verkstjórnin í vinstri stjórninni."

Hann endar síðan pistilinn á því að segja:

„Ég verð að viðurkenna að mér líður ekkert betur eftir að hafa lesið skýringar ráðherra."

Lesa má pistil Guðlaugs hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×