Innlent

Brekkusöngur í Hólahverfinu

Árni Johnsen, við "brekkusöng" á heimili sínu í Breiðholtinu.
Árni Johnsen, við "brekkusöng" á heimili sínu í Breiðholtinu.

Krökkum sem eru í Vinnuskóla Reykjavíkur og hafa verið að vinna í Elliðarárdalnum að undanförnu var boðið í garðinn til Árna Johnsen í Rítuhólum. Þar tók Árni nokkur valinkunn lög sem hljóma gjarnan í brekkusöng hans á Þjóðhátíð í Eyjum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Árni gleður hjörtu ungmenna í Vinnuskólanum.

Í samtali við Vísi sagðist Árni hafa sungið lög eins og lóan er komin, kátir voru karlar og sigga litla systir mín svo nokkur lög séu nefnd.

„Þau voru að vinna þarna rétt við húsið og ég bauð þeim upp á pizzu og kók. Ég tók þau í smá skoðunarferð um heimilið þar sem einhverjir af þeim höfðu vitneskju af því að ég væri með uppstoppuð dýr innandyra. Ég sýndi þeim meðal annars uppstoppuðu dýrin og náhvalstönn. Ég held að krakkarnir hafi haft mjög gaman af þessu," sagði Árni Johnsen í samtali við Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×