Enski boltinn

Wright-Phillips kærður fyrir brot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shaun-Wright Phillips í leik með Manchester City.
Shaun-Wright Phillips í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Shaun Wright-Phillips, leikmann Manchester City, til aganefndar sambandsins vegna brots sem dómari leiks liðsins við Stoke um síðustu helgi sá ekki.

Rory Delap fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Wright-Phillips í fyrri hálfleik. Dómarinn sá hins vegar ekki þegar að Wright-Phillips sjálfur danglaði löppinni í Delap örskömmu síðar en það sést greinilega á sjónvarpsupptökum.

Martin Atkinson, dómari leiksins, hefur sagt að hann hefði einnig gefið Wright-Phillips rautt hefði hann séð atvikið.

Það má því búast við að aganefndin muni dæma leikmanninn í bann þegar hún kemur saman á föstudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×