Erlent

Afrísk flugáhöfn tekin með fíkniefni - aftur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Heathrow-flugvelli.
Frá Heathrow-flugvelli.

Fimmtán manna áhöfn suðurafríska flugfélagsins South African Airlines var handtekin á Heathrow-flugvellinum í London í gær við komu frá Jóhannesarborg eftir að fimm kílógrömm af meintu kókaíni fundust í fórum áhafnarinnar.

Þetta er í annað skiptið á innan við mánuði sem heil flugáhöfn þessa sama flugfélags er gripin við smygl en 21. janúar var önnur áhöfn tekin á Heathrow með mörg kíló af fíkniefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×