Lífið

Ólafur Arnalds og gestir spila

Ólafur spilar á Grand Rokk í kvöld ásamt Mammút og Valgeiri Sigurðssyni.
Ólafur spilar á Grand Rokk í kvöld ásamt Mammút og Valgeiri Sigurðssyni.

Ólafur Arnalds, Mammút og Valgeir Sigurðsson spila á Grand Rokk í kvöld í samvinnu við Reykjavík Grapevine og Gogoyoko.com. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Grapevine Grand Rock þar sem margir af fremstu flytjendum landins spila saman. Áður hafa stigið á svið listamenn á borð við Singapore Sling, Reykjavík!, Nico Muhly, Evil Madness og Agent Fresco.

Það var hinn stórefnilegi Ólafur Arnalds sem valdi Mammút og Valgeir til að spila með sér á tónleikunum. Mammút gaf á síðasta ári út plötuna Karkari sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Valgeir Sigurðsson er einn virtasti upptökustjóri landsins og gaf einnig út plötuna Ekvilíbríum árið 2007. Hann vinnur nú að næstu plötu sinni auk þess sem hann semur tónlist fyrir heimildarmynd Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið.

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.30 og er miðaverð 1.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.