Enski boltinn

Benitez: Að duga eða drepast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að titilvonir sinna manna hverfi fyrir bí ef liðinu mistekst að vinna Manchester United á morgun.

„Það er allra mikilvægast að ná í þrjú stig á morgun," sagði Benitez. „Við erum að reyna að minnka bilið á milli liðanna og ef við ætlum okkur að berjast áfram um titilinn verðum við að vinna þennan leik."

„Það eina sem við getum gert er að vinna næsta leik, ná þremur stigum og sjá hvernig staðan verður í framhaldinu."

„Ég hef svo sem enga hugmynd um hvort okkur tekst að stöðva United en við verðum í það minnsta að reyna."

Liverpool varð síðast Englandsmeistari árið 1990 en á enn flesta meistaratitla í Englandi - átján talsins. United getur jafnað þann árangur ef liðið verður meistari í vor.

„Það eru allir hér ánægðir með að við séum með átján titla. En sumu er ekki hægt að breyta. Það eina sem við getum gert er að fá þrjú stig, minnka bilið, og reyna að vinna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×