Enski boltinn

Alves langar til Benfica

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Afonso Alves í leik með Middlesbrough.
Afonso Alves í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Sóknarmaðurinn Afonso Alves segir að hann myndi gjarnan vilja ganga til liðs við Benfica en félagið hefur lýst yfir áhuga að fá leikmanninn í sínar raðir.

Alves gekk til liðs við Middlesbrough fyrir ári síðan en hefur ekki náð sér á strik með félaginu. Alls hefur hann skorað tíu mörk fyrir félagið.

Hann hefur ekki á fast sæti í byrjunarliði Boro og virðist nú spenntur fyrir þeim möguleika að skipta um félag í sumar.

„Benfica er frábært félag," sagði Alves í samtali við fjölmiðla í Portúgal. „Það er þannig félag sem allir leikmenn vildu gjarnan leika fyrir."

Middlesbrough borgaði hollenska úrvalsdeildarfélaginu Heerenveen tólf milljónid punda fyrir Alves á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×