Innlent

Fimm þúsund börn lögð í einelti

Einelti. Mynd úr safni.
Einelti. Mynd úr safni.

Um fimm þúsund börn eru lögð í einelti í grunnskólum landsins á hverju ári samkvæmt tilkynningu frá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra. Óttast er að eins og nú árar sé hætta á að þeim eigi enn eftir að fjölga sem verða fyrir barðinu á einelti.

En fátækt og ójöfnuður eru þættir sem auka líkur á einelti.

Heimili og skóli - landssamtök foreldra vilja vekja athygli á þessum staðreyndum og ætla að hefja átak gegn einelti. Átakinu verður ýtt úr vör þriðjudaginn 27. október 2009 í Austurbæjarskóla kl. 14:00. Á fundinum segir meðal annars þolandi eineltis frá reynslu sinni.

Hægt er að nálgast dagskrá átaksins hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×