Ekki verður sagt frá gestum Jóhönnu 26. október 2009 06:45 Jóhanna sigurðardóttir Forsætisráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur neitar að gefa upp hvaða fólk hefur fengið viðtal við hana, síðan núverandi stjórn hóf störf 1. febrúar. Þetta er rökstutt í svarbréfi til blaðsins með því að stjórnvöldum beri ekki skylda til að veita slíkar upplýsingar, enda varða þær ekki eitt sérstaklega tiltekið mál. Samkvæmt upplýsingalögum eiga stjórnvöld ekki að þurfa að útbúa ný gögn til að upplýsa almenning, og er einnig vísað til þess í bréfinu. Miðað við það er hvergi til listi yfir þá sem hafa fengið viðtal við ráðherrann. Að lokum bendir ráðuneytið á að þeir, sem heimsótt hafa Jóhönnu, hafi ekki gert ráð fyrir því að upplýsingar um það yrðu gerðar opinberar. Greint hefur verið frá því í blaðinu að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að birta gestabók sína á heimasíðu Hvíta hússins. Sú birting verður þó ekki afturvirk heldur einungis með nöfnum gesta sem komu eftir að þessi ákvörðun var tekin. Forsetinn segir það rétt kjósenda að vita við hverja hann ræði áður en hann tekur stefnumótandi ákvarðanir. Niðurlag bréfs forsætisráðuneytis fjallar um að nú sé unnið að endurskoðun upplýsingalaga, meðal annars um að hvaða marki megi rýmka upplýsingarétt almennings. Þá er beðist velvirðingar á því hve lengi tók að svara fyrirspurninni, sem var send 24. september. Svarið var póstlagt 20. október, eftir ítrekanir blaðsins. Samkvæmt lögum á að svara fyrirspurnum innan sjö daga. - kóþ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Forsætisráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur neitar að gefa upp hvaða fólk hefur fengið viðtal við hana, síðan núverandi stjórn hóf störf 1. febrúar. Þetta er rökstutt í svarbréfi til blaðsins með því að stjórnvöldum beri ekki skylda til að veita slíkar upplýsingar, enda varða þær ekki eitt sérstaklega tiltekið mál. Samkvæmt upplýsingalögum eiga stjórnvöld ekki að þurfa að útbúa ný gögn til að upplýsa almenning, og er einnig vísað til þess í bréfinu. Miðað við það er hvergi til listi yfir þá sem hafa fengið viðtal við ráðherrann. Að lokum bendir ráðuneytið á að þeir, sem heimsótt hafa Jóhönnu, hafi ekki gert ráð fyrir því að upplýsingar um það yrðu gerðar opinberar. Greint hefur verið frá því í blaðinu að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að birta gestabók sína á heimasíðu Hvíta hússins. Sú birting verður þó ekki afturvirk heldur einungis með nöfnum gesta sem komu eftir að þessi ákvörðun var tekin. Forsetinn segir það rétt kjósenda að vita við hverja hann ræði áður en hann tekur stefnumótandi ákvarðanir. Niðurlag bréfs forsætisráðuneytis fjallar um að nú sé unnið að endurskoðun upplýsingalaga, meðal annars um að hvaða marki megi rýmka upplýsingarétt almennings. Þá er beðist velvirðingar á því hve lengi tók að svara fyrirspurninni, sem var send 24. september. Svarið var póstlagt 20. október, eftir ítrekanir blaðsins. Samkvæmt lögum á að svara fyrirspurnum innan sjö daga. - kóþ
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira