Enski boltinn

Saha tryggði Everton sæti í undanúrslitum

Saha fagnar sigurmarkinu
Saha fagnar sigurmarkinu Nordic Photos/Getty Images

Varamaðurinn Louis Saha var hetja Everton í dag þegar hann tryggði liði sínu 2-1 sigur á Middlesbrough í enska bikarnum og þar með sæti í undanúrslitum.

Middlesbrough komst yfir í leiknum með skallamarki David Wheater skömmu fyrir hlé og ekki var að sjá á leik Boro að liðið væri í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni.

Everton sneri hinsvegar við blaðinu í síðari hálfleik og Marouane Fellani jafnaði leikinn á 51. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar voru varnarmenn Boro aftur í vandræðum og franski framherjinn Saha skallaði boltann í netið og tryggði Everton sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×