Erlent

Tveir látnir eftir sprengingu á Mallorca

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að sprengja sprakk fyrir utan lögregluskýli á Mallorca. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum létu tveir borgaralegir lögreglumenn lífið í sprengingunni og fjöldi fólks særðist.

Þessi sprenging kemur einungis degi eftir að bílsprengja sprakk við skýli borgaralegra lögreglumanna í spænsku borginni Burgos þar sem um sextíu manns særðust.

Fyrri árásin er talin vera runnin undan rifjum aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×