Innlent

Ókeypis bækur í þessari viku

Sé nafninu „Grettir“ flett upp í Nöfnum Íslendinga kemur í ljós að það þýðir frekar „slanga“ eða „sá sem hvæsir“, heldur en „hinn grettni“.
Sé nafninu „Grettir“ flett upp í Nöfnum Íslendinga kemur í ljós að það þýðir frekar „slanga“ eða „sá sem hvæsir“, heldur en „hinn grettni“.

Vefbókasafnið Snara býður almenningi upp á ókeypis aðgang að 72 verkum í þessari viku, frá og með deginum í dag.

Meðal uppflettirita eru tólf orðabækur, fjórtán verk Halldórs Laxness og Íslendingasögurnar. Þá má nálgast Nöfn Íslendinga, sem inniheldur öll nöfn skráð í manntal frá 1703 til 1990. Kortabók Íslands er aðgengileg og Samtíðarmenn frá 2003, sem er uppflettirit um þekkta Íslendinga. Síðast en ekki síst ber að telja Matarást Nönnu Rögnvaldar-dóttur.

Um 1.500 áskrifendur eru að Snöru, en Marinó Njálsson vefstjóri segir að á bak við þá séu oft stórar stofnanir svo sem Háskóli Íslands. Heimsóknir séu því um 10.000 á viku.

Sögu vefbókanna má rekja til 2001, þegar hluti af Íslenskri orðabók var settur á vefinn. Síðan hefur bæst við jafnt og þétt í safnið, sem er tengt útgáfu Forlagsins. Markmið Snöru mun þó vera að hafa vefinn opinn sem flestum útgefendum.

Ekki er annað að heyra á Marinó en að reksturinn gangi vel, en hann segist binda vonir við lagafrumvarp sem liggur fyrir Alþingi. Með því yrði virðisaukaskattur rafbóka færður í sama þrep og af öðrum bókum, úr 24,5 prósentum í sjö.

- kóþ








Fleiri fréttir

Sjá meira


×