Innlent

Gísli undrast lýðræðið í Samfylkingunni

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.
,,Er einhver sem telur að þá 20 mánuði sem Samfylkingin sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, hefði ekki verið hægt að grípa til ráðstafana sem hefði forðað algeru hruni eða lágmarkað skaðann fyrir venjulegt fólk? Auðvitað var tími til að gera það," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Gísli undrast lýðræðið í Samfylkingunni og segir í pistli á heimasíðu sinni að makalaust að flokkurinn ætli að fara í kosningabaráttuna með vígorðið: ,,Við gátum ekkert gert." Ef einhver flokkur hafi verið klappliðsflokkur útrásarinnar hafi það verið Samfylkingin.

Gísli fullyrðir að REI-málið hafi verið keyrt áfram af útrásarvíkingum með Samfylkinguna og ,,útsöluarm Framsóknarflokksins gapandi upp í þá." En þrátt fyrir það ætli Samfylkingin með alla sína framtíðarhópa og rýninefndir ekki að skoða sinn þátt í hruninu.

,,Og hún ætlar ekki einu sinni að gefa kjósendum tækifæri til að kveða upp sinn dóm, því Ingibjörg Sólrún ætlar sjálf að skipa í efstu þrjú sætin í Reykjavík og ákveða hver verður formaður og varaformaður. Var einhver að tala um lýðræðisleg samræðustjórnmál?"

Skrif Gísla er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×