Innlent

Vegum um Súðavíkurhlíð og Óshlíð lokað

Vegna snjóflóða eru lokaðir vegirnir um Súðavíkurhlíð og Óshlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.



Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á þjóðveginum en hálka í uppsveitu. Snjóþekja og éljagangur er í kringum Vík.

Á Vesturlandi eru hálkublettir í Borgarfirði og hálka á Bröttubrekku, snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálka og hálkublettir er á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi. Hálka og skafrenningur er á Ströndum, Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja á Melrakkasléttu og þungfært er á Hálsum, en hálka og éljagangur á flestum öðrum leiðum.

Á Austurlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Hálka er á Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir víðast en sumstaðar snjóþekja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×