Innlent

Þrír slasaðir eftir árekstur

Þrír slösuðust og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild Landspítalans í Reykjavík eftir að tveir bílar lentu í hörðum árekstri undir Hafnarfjalli í gærkvöldi. Enginn þeirra mun vera alvarlega meiddur. Þá valt bíll út af veginum í Norðurárdal, en þar sluppu allir ómeiddir. Loks fauk kerra aftan úr bíl í vindhviðu undir Hafnarfjalli og hafnaði á hvolfi utan vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×