Erlent

Forseti Gíneu Bissau myrtur

Joao Bernardo Vieira.
Joao Bernardo Vieira.
Forseti Afríkuríkisins Gíneu Bissau var myrtur í dag. Það voru hermenn úr stjórnarhernum sem myrtu Joao Bernardo Vieira þegar hann reyndi að flýja af heimili sínu. Skömmu áður var yfirmaður herafla landsins myrtur á skrifstofu sinni. Forsetinn og hershöfðinginn voru svarnir fjandmenn og höfðu lengi tekist á um völd í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×