Innlent

Sunnlendingar lemja konur

Frá mótmælum við Arnarhól vegna heimilisofbeldis árið 2004. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Frá mótmælum við Arnarhól vegna heimilisofbeldis árið 2004. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Selfossi síðustu helgi en í báðum tilvikum var um karlmenn að ræða sem réðust að konum. Annað tilvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi. Maðurinn sló konu hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að tönn brotnaði.

Seinna tilvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags þar sem kona varð fyrir árás karlmanns í anddyri Hótels Arkar í Hveragerði. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni þá hlaut konan nokkra áverka á andliti, bólgur og mar.

Lögreglan rannsakar bæði málin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×