Erlent

Varað við fannfergi á austurströnd Bandaríkjanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin er frá Boston en tengist ekki þessari frétt beint.
Myndin er frá Boston en tengist ekki þessari frétt beint.
Veðurstofur í Bandaríkjunum vara við blindöskubyl sem búist er við að skelli á austurströnd landsins hvað úr hverju og geti staðið í allt að 18 klukkustundir. Samkvæmt spám er búist við að hvað mest gjörningaveður muni geisa nyrst á austurströndinni, í ríkjunum Maine, New Hamsphire og þar um slóðir og er þar gert ráð fyrir allt að 35 sentimetra snjólagi, en viðvaranir hafa verið gefnar út allt suður til Karólínuríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×