Innlent

Úrslit í forvali VG tilkynnt annað kvöld

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir endurkjöri. Úrslit í forvali flokkins í kjördæminu verða kynnt annað kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir endurkjöri. Úrslit í forvali flokkins í kjördæminu verða kynnt annað kvöld.
Talning vegna forvals Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fer fram á morgun. Drífa Snædal, framkvæmdstýra flokksins, segir að kosningaþátttaka hafi verið einstaklega góð en tilkynnt verður um úrslitin annað kvöld. 21 flokksfélagi gáfu kost á sér í forvalinu.

Kosið var í póstkosningu en félagsmenn gátu einnig greitt atkvæði á Akureyri og Egilsstöðum á laugardaginn.

Flokkurinn hlaut tvo þingmenn kjörna í þingkosningunum 2003 og 2007, þau Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, og Þurríði Backman. Bæði sækjast eftir endurkjöri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×