Innlent

Vara við brostnum forsendum fjárhagsáætlunar

Borgarfulltrúarnir Þorleifur Gunnlaugsson og Björk Vilhelmsdóttir sitja í velferðarráði. Þorleifur fyrir VG og Björk Samfylkingu.
Borgarfulltrúarnir Þorleifur Gunnlaugsson og Björk Vilhelmsdóttir sitja í velferðarráði. Þorleifur fyrir VG og Björk Samfylkingu.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í velferðarráði vöruðu við brostnum forsendum fjárhagsáætlunar borgarinnar í bókun á fundi ráðsins í dag.

„Nú er atvinnuleysi í Reykjavík um eða yfir 8% og lokun stórfyrirtækja og hópuppsagnir tengdar þeim segja okkur því miður ekki annað en að atvinnuleysi vex hraðar en nokkurn óraði fyrir," segir í bókuninni.

Þetta hefur ótvíræðar afleiðingar fyrir starfsemi Velferðarsviðs hvað varðar aukna þörf á mannafla sem og þörf á auknu fjármagni, að mati vinstriflokkanna. „Til að mynda þýðir aukning á atvinnuleysi um 1 prósent umfram forsendur kostnaðarauka sem nemur um það bil 150 miljónum. Það er því mikilvægt að fulltrúar velferðarráðs séu vel á verði og gripið verði til viðeigandi ráðstafana nú og í endurskoðun fjárhagsáætlunar í mars."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×