Fótbolti

Ólafur: Fyrst og fremst ánægður með hugarfarið

Ólafur Jóhannesson var mjög ánægður með sína menn í kvöld
Ólafur Jóhannesson var mjög ánægður með sína menn í kvöld Mynd/E.Stefán
Ólafur Jóhannesson segir íslenska landsliðið hafa fengið allt það sem hann óskaði sér út úr vináttuleiknum við Liechtenstein í kvöld þar sem það vann öruggan 2-0 sigur á La manga.

"Við fengum talsvert af færum í leiknum svo sigurinn hefði vissulega getað orðið stærri. Við vorum með nokkuð mikla yfirburði í leiknum og lentum ekki í teljandi vandræðum," sagði Ólafur í samtali við Vísi.

"Við spiluðum fínan varnarleik og gáfum aldrei færi á okkur. Við héldum boltanum innan liðsins og sköpuðum okkur fullt af færum. 2-0 sigur eru frábær úrslit, en með smá heppni hefðum við getað unnið stærri sigur," sagði Ólafur og lýsti yfir ánægju sinni með hugarfar leikmanna í verkefninu.

"Ég var fyrst og fremst ánægður með hugarfar leikmanna. Það er oft þannig þegar við spilum við þjóðir sem við teljum okkur eiga að vinna að menn hafa stundum átt það til að vanmeta andstæðinginn og vera pínulítið kærulausir, en það var ekkert slíkt að finna í dag. Það var full einbeiting í gangi og menn voru tilbúnir í verkefnið," sagði landsliðsþjálfarinn.

Hann sparaði hrós í lokin handa markaskorurum liðsins í kvöld, en þar voru á ferðinni maður sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið og annar sem bætti enn við markametið.

"Arnór Smárason spilaði framherjastöðuna hjá okkur í fyrsta skipti og stóð sig mjög vel og svo átti Eiður Smári líka góðan leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×