Innlent

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum fjallvegum samkvæmt vegagerðinni. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og á Klettshálsi. Snjóþekja er á Djúpvegi um Þröskulda. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði og á Þorskafjarðarheiði.

Norðvestanlands eru hálkublettir víðast hvar ásamt einhverjum éljagangi. Hálka er í Langadal.

Á Norðausturlandi er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði og á Víkurskarði. Hálka er einnig á Mývatnsöræfum ásamt skafrenning. Á öðrum leiðum er hálka eða hálkublettir ásamt éljagang.

Á Austurlandi er hálka og skafrenningur á Möðrudalsöræfum, snjóþekja er á Biskupsháls og Fjarðarheiði þar sem einnig er skafrenningur. Á Oddskarði, Breiðdalsheiði og á Fagradal er snjóþekja ásamt töluverðri snjókomu. Ófært er um Hellisheiði eystri og snjóþekja er á Vatnsskarði eystra. Þungfært og skafrenningur er á Öxi.

Vegna aurbleytu er allur akstur bannaður á Arnarvatnsheiði norðan Norðlingafljóts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×