Innlent

Réðust á öryggis­­vörð

10-11 í Engihjalla Piltarnir höfðu stungið á sig vörum þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim.
Fréttablaðið / vilhelm
10-11 í Engihjalla Piltarnir höfðu stungið á sig vörum þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim. Fréttablaðið / vilhelm

Tveir ungir menn réðust á öryggisvörð í verslun 10-11 í Engihjalla í fyrrinótt. Hann hafði staðið piltana að þjófnaði í búðinni og ætlaði að hindra för þeirra. Þeir brugðust við með því að slá hann í jörðina og sparka í höfuð hans.

Piltarnir, sem báðir eru innan við tvítugt að sögn varðstjóra lögreglu, komust síðan undan á bíl. Lögreglan leitaði þeirra í gær, en númerið á bíl þeirra sást á upptökum úr öryggismyndavél og taldi lögregla sig því vita hverja um ræddi. Öryggisvörðurinn leitaði aðhlynningar á slysadeild en var ekki alvarlega meiddur. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×