Innlent

Var á vegg í Vilnius

róbert marshall
róbert marshall

stjórnmál Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, flutti ræðu á þingi á fimmtudag í umræðu um ESB-ályktun ríkisstjórnarinnar sem þykir óneitanlega mjög lík kafla úr bók Johns C. Maxwell um leiðtogahæfni, The Difference Maker frá 2006. Þessi texti var einnig notaður í Adidas-auglýsingaherferð árið 2006.

„Þetta er eitthvað sem ég sá á vegg í Vilnius. Mér fannst þetta eiga mjög vel við," segir Róbert sem segist vera, eins og margir gamlir blaðamenn, áhugamaður um tungumál.

En þurftir þú ekki að spyrja um leyfi forseta Alþingis til að fá að vitna í þetta?

„Nei ég breytti textanum það mikið að ég þurfti ekki að biðja um leyfi forseta," segir Róbert en samkvæmt 58. gr. þingskaparlaga má ekki lesa upp prentað mál nema með leyfi forseta Alþingis.

Róbert segist ekki hafa þýtt textann heldur lagt út af honum, svipað eins og þegar lagt er út af sönglögum og ljóðum. Jafnframt segist hann ekki hafa verið með skrifaða ræðu heldur eingöngu punkta. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×