Ómetanleg gögn um Nýja Bíó fundust á haugunum 19. nóvember 2009 04:30 Gluggað í gögnin. Eiríkur Símon Eiríksson, trésmiður og fyrrverandi borgarstarfsmaður, og Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður glugga í gögn frá árdögum Nýja Bíós í Reykjavík sem Eiríkur Símon bjargaði frá glötun. Mynd/Borgarskjalasafn „Mér var tekið eins og ég hefði uppgötvað fjársjóð þegar ég kom með þetta blaðadrasl,“ segir Eiríkur Símon Eiríksson, fyrrverandi trésmiður og starfsmaður borgarinnar, sem lét af því verða í gær að koma í vörslu borgarinnar skjölum sem hann rakst á fyrir tilviljun. Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörur segir að gögnin sem Eiríkur Símon færði Borgarskjalasafni séu ómetanlegar heimildir um upphaf og rekstur Nýja Bíós, sem stofnað var í Reykjavík árið 1912. „Við skráum þetta og gögnin verða strax aðgengileg fyrir þá sem vilja skoða,“ segir hún. Í gögnunum eru handskrifaðar fundagerðarbækur frá 1914 til ársins 1944. Þá er þarna að finna undirrituð lög hlutafélagsins frá 1912 og afrit af leyfi sýslumanns til að vera með kvikmyndasýningar í húsnæði Nýja Bíós frá sama ári, auk efnahagsbókar frá 1916 til 1928. „Það var nú eiginlega óafvitandi sem ég passaði upp á þetta, meðan ég geymdi það sem lengst,“ segir Eiríkur Símon. Árið 1999 vann hann við að setja saman plasttunnur fyrir borgina, en eldri járntunnum var komið á haugana. Eiríkur er 79 ára, en var þarna í einu af sínum síðustu verkum fyrir borgina. Í einni haugaferðinni rakst hann á tvo stóra filmukassa sem hann sá að mætti nýta í annað. „Ég var þarna með Sveini Jósepssyni og það var nú eiginlega hann sem vildi hirða kassana. Við vorum þá með garðrækt og kartöfluskúra þar sem við töldum að þeir gætu nýst. Þangað fóru kassarnir, en gleymdust svo eiginlega.“ Þarna fyrir áratug segist Eiríkur ekkert hafa tekið eftir gögnunum sem voru í öðrum kassanum. „En svo var það fyrir einu og hálfu til tveimur árum að ég var að losa mig við garðræktina og rakst á kassana. Þá ætlaði ég að nota uppi í sumarbústað uppi á lofti, því helvítis músin komst þar inn og ég náði henni aldrei út aftur.“ Þegar Eiríkur ætlaði af stað með kassana heyrði hann hringla í öðrum og rakst þar á skjölin. „Fyrst ætlaði ég nú bara að henda þessu, en sá þá að þarna stóð stofnfundur á einu skjalinu.“ Eiríkur gekk því frá gögnunum í poka og fór með heim tíl sín og upp í hillu. „Þar gleymdist þetta nú bara þangað til í vor, en svo varð alltaf eitthvað til þess að ég komst ekki af stað með þetta fyrr en núna.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Mér var tekið eins og ég hefði uppgötvað fjársjóð þegar ég kom með þetta blaðadrasl,“ segir Eiríkur Símon Eiríksson, fyrrverandi trésmiður og starfsmaður borgarinnar, sem lét af því verða í gær að koma í vörslu borgarinnar skjölum sem hann rakst á fyrir tilviljun. Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörur segir að gögnin sem Eiríkur Símon færði Borgarskjalasafni séu ómetanlegar heimildir um upphaf og rekstur Nýja Bíós, sem stofnað var í Reykjavík árið 1912. „Við skráum þetta og gögnin verða strax aðgengileg fyrir þá sem vilja skoða,“ segir hún. Í gögnunum eru handskrifaðar fundagerðarbækur frá 1914 til ársins 1944. Þá er þarna að finna undirrituð lög hlutafélagsins frá 1912 og afrit af leyfi sýslumanns til að vera með kvikmyndasýningar í húsnæði Nýja Bíós frá sama ári, auk efnahagsbókar frá 1916 til 1928. „Það var nú eiginlega óafvitandi sem ég passaði upp á þetta, meðan ég geymdi það sem lengst,“ segir Eiríkur Símon. Árið 1999 vann hann við að setja saman plasttunnur fyrir borgina, en eldri járntunnum var komið á haugana. Eiríkur er 79 ára, en var þarna í einu af sínum síðustu verkum fyrir borgina. Í einni haugaferðinni rakst hann á tvo stóra filmukassa sem hann sá að mætti nýta í annað. „Ég var þarna með Sveini Jósepssyni og það var nú eiginlega hann sem vildi hirða kassana. Við vorum þá með garðrækt og kartöfluskúra þar sem við töldum að þeir gætu nýst. Þangað fóru kassarnir, en gleymdust svo eiginlega.“ Þarna fyrir áratug segist Eiríkur ekkert hafa tekið eftir gögnunum sem voru í öðrum kassanum. „En svo var það fyrir einu og hálfu til tveimur árum að ég var að losa mig við garðræktina og rakst á kassana. Þá ætlaði ég að nota uppi í sumarbústað uppi á lofti, því helvítis músin komst þar inn og ég náði henni aldrei út aftur.“ Þegar Eiríkur ætlaði af stað með kassana heyrði hann hringla í öðrum og rakst þar á skjölin. „Fyrst ætlaði ég nú bara að henda þessu, en sá þá að þarna stóð stofnfundur á einu skjalinu.“ Eiríkur gekk því frá gögnunum í poka og fór með heim tíl sín og upp í hillu. „Þar gleymdist þetta nú bara þangað til í vor, en svo varð alltaf eitthvað til þess að ég komst ekki af stað með þetta fyrr en núna.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira