Madonna er tekjuhæst í heimi 25. júní 2009 00:30 Rakar inn seðlum Söngkonan Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heiminum undanfarið ár. Samkvæmt Forbes hefurr hún rakað inn 110 milljónum dollara, eða um fjórtán milljörðum íslenskra króna. Efsti karlmaðurinn á listanum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða. Á eftir honum kemur kántrítónlistarmaðurinn Kenny Chesney. Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heiminum undanfarið ár samkvæmt viðskiptaritinu Forbes. Celine Dion og Beyoncé fylgja henni fast á eftir. Samkvæmt Forbes hefur Madonna þénað 110 milljónir dollara, eða tæpa fjórtán milljarða króna, frá því í júní í fyrra. Ástæðan fyrir þessari gífurlegu upphæð er hin vel heppnaða Sticky & Sweet-tónleikaferð sem uppselt hefur verið á víða um heim og góð sala á plötunni Hard Candy. Í þessum útreikningum er dýr skilnaður hennar við leikstjórann Guy Ritchie ekki tekinn með í reikninginn. Talið er að hann muni kosta Madonnu um 9,5 milljarða króna. Í öðru sæti á listanum er Celine Dion með um 12,7 milljarða og á eftir henni kemur þriðja söngdívan, Beyoncé Knowles, með um ellefu milljarða, aðallega vegna tónleikaferðarinnar A Am...Sasha Fierce. Tekjuhæsti karlmaðurinn á listanum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða króna, mest vegna vel heppnaðrar tónleikaferðar til að fylgja eftir plötunni Working on a Dream og tónleika sinna á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins. Á eftir honum kemur kántríhetjan Kenny Chesney og í næstu sætum á eftir með sömu upphæð, um 7,6 milljarða, koma Coldplay, Rascal Flatts og AC/DC. Gömlu kempurnar í The Eagles, sem hafa verið duglegar við tónleikahald að undanförnu, þénuðu tæpa sjö milljarða, sem tryggði þeim níunda sætið á listanum. Þrátt fyrir efnahagskreppuna í heiminum jukust tekjur þeirra tíu efstu á listanum samanlagt um 219 milljónir dollara, eða tæpa 29 milljarða, miðað við sama lista í fyrra sem hlýtur að teljast saga til næsta bæjar. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Madonna hefur þénað mest allra tónlistarmanna í heiminum undanfarið ár samkvæmt viðskiptaritinu Forbes. Celine Dion og Beyoncé fylgja henni fast á eftir. Samkvæmt Forbes hefur Madonna þénað 110 milljónir dollara, eða tæpa fjórtán milljarða króna, frá því í júní í fyrra. Ástæðan fyrir þessari gífurlegu upphæð er hin vel heppnaða Sticky & Sweet-tónleikaferð sem uppselt hefur verið á víða um heim og góð sala á plötunni Hard Candy. Í þessum útreikningum er dýr skilnaður hennar við leikstjórann Guy Ritchie ekki tekinn með í reikninginn. Talið er að hann muni kosta Madonnu um 9,5 milljarða króna. Í öðru sæti á listanum er Celine Dion með um 12,7 milljarða og á eftir henni kemur þriðja söngdívan, Beyoncé Knowles, með um ellefu milljarða, aðallega vegna tónleikaferðarinnar A Am...Sasha Fierce. Tekjuhæsti karlmaðurinn á listanum er Bruce Springsteen með tæpa níu milljarða króna, mest vegna vel heppnaðrar tónleikaferðar til að fylgja eftir plötunni Working on a Dream og tónleika sinna á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins. Á eftir honum kemur kántríhetjan Kenny Chesney og í næstu sætum á eftir með sömu upphæð, um 7,6 milljarða, koma Coldplay, Rascal Flatts og AC/DC. Gömlu kempurnar í The Eagles, sem hafa verið duglegar við tónleikahald að undanförnu, þénuðu tæpa sjö milljarða, sem tryggði þeim níunda sætið á listanum. Þrátt fyrir efnahagskreppuna í heiminum jukust tekjur þeirra tíu efstu á listanum samanlagt um 219 milljónir dollara, eða tæpa 29 milljarða, miðað við sama lista í fyrra sem hlýtur að teljast saga til næsta bæjar.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira