Innlent

Gott að fá kröfuhafana að

Birkir J. Jónsson
Birkir J. Jónsson
„Við höfum talað fyrir því að það væri æskilegt að hleypa erlendum kröfuhöfum að eignarhaldi í bönkunum og það er vonandi loksins að gerast núna," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar­flokksins.

Honum sýnist í fljótu bragði séð að samkomulagið samræmist hugmyndum flokksins en gagnrýnir seinagang í málinu.

„Þetta hefur dregist á langinn og atvinnulífið og heimilin þurft að súpa seyðið af því. Þessar seinkanir hafa bæst við seinkanir á öðrum málum ríkisstjórnarinnar og gert öllum afar erfitt fyrir," segir Birkir. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×