Innlent

Lítilsháttar Skeiðarárhlaup

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Horft til austurs inn Norðurdal þar sem sjá má lónin.
Horft til austurs inn Norðurdal þar sem sjá má lónin.
Frá því snemma í morgun, hafa nokkrir ísskjálftar verið staðsettir í austanverðum Skeiðarárjökli, um það bil 1,5 kílómetra suðvestur af Færnestindum. Í Norðurdal, norður af tindunum, eru fjögur jökulstífluð lón.

Þegar flogið var yfir þetta svæði þann 11. júlí síðastliðinn voru lónin full af vatni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Jón G. Sigurðsson, flugmaður, flaug yfir svæðið í morgun klukkan tíu og staðfestir hann að runnið hafi úr lónunum.

Athugun við Skeiðarárbrú leiddi í ljós að smávöxtur er í Skeiðará.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×