Innlent

Loðunveiðar lofa góðu

Loðnu verður nú vart í afla uppsjávarskipanna, sem eru á síldveiðum djúpt norður af Langanesi. Skipin hafa ekki gert vísindalega mælingu á magni loðnunnar, en skipstjórarnir segja þetta lofa góðu um loðnuveiði síðar á árinu. Eitthvað er líka um makríl á veiðislóðinni, en hans verður nú vart víða umhverfis landið og í mun meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta eru allt uppáhaldsfiskréttir hnúfubakanna, sem hafa hópast á miðin og veiða þar í kappi við sjómennina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×