Innlent

Eldur kviknaði aftur og aftur

Eldur gaus upp aftur og aftur fram á kvöld í gamla fjölbýlishúsinu við Aðalstræti á Akureyri, þar sem eldur kviknaði upphaflega um miðjan dag í gær. Síðast varð elds vart klukkan níu í gærkvöldi. Lögregla og slökkvilið vöktuðu húsið fram á nótt. Íbúar þess urðu að gista hjá vinafólki í nótt þar sem reykur og sót barst inn í allar íbúðirnar, en þær eru fjórar í húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×