Innlent

Óttast ekki að ríkir flýi auðlegðarskattinn

Mynd/GVA
„Ég hef enga sérstaka áhyggjur af því að þetta fólk hugsi þannig," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður hvort hann telji efnamiklir einstaklingar komi til með að flytja fjármuni sína úr landi eftir að svokallaður auðlegðarskattur verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. „Ég hef ekki mikla trú á því," sagði Steingrímur í Kastljósi fyrr í kvöld.

Nýr skattur, auðlegðarskattur verður lagður á tímabundið í þrjú ár. Hann verður 1,25% og leggst á hreina eign einstaklings umfram 90 milljónir og 120 milljónir hjá hjónum.

Steingrímur sagði að um væri að ræða skatt sem lagður verður á auðlegð fámennis hóps sem vaxið hafi gríðarlega undanfarin ár. Hann sagði 0,8% fjölskyldna í landinu eiga tæp 13% eignanna eða hreinar eignir upp á 468 milljarða. „Þetta fólk fékk allar sínar fjármuni og eignir sem voru í bönkunum varðar að fullu í hruninu í haust."

Að mati Steingríms er sanngjarnt að ríkasti hluti landsmanna leggi sitt að mörkum næstu þrjú árin. „Við ætlum að nota hverja einustu krónu sem koma inn í þennan auðlegðarskatt til þess að viðhalda stórhækkun vaxtabóta og til að koma í veg fyrir að skerða verði barnabætur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×